| EN|ES|IT|IS|CY

GREINING ÞARFA OG KORTLAGNING Í DIGIMUSE ENTER

DIGIMUSE ENTER stefnir að því að víkka út og dýpka niðurstöður sem náðust í smærra DIGIMUSE-verkefninu, með sérstakri áherslu á kortlagningu stafrænna úrræða, sem lítil menningarfyrirtæki hafa tileinkað sér. Í þessu samhengi leggur samstarfshópurinn áherslu á að greina þarfir vegna þjálfunar starfsfólks menningarstofnana, með hliðsjón af þeirri stafrænu færni sem nauðsynleg er til að bæta aðgengi og þátttöku í menningarstarfsemi.
Áætluð verkefni miða að því að efla stafræna færni starfsmanna, með því að stuðla að innleiðingu hagkvæmra stafrænna lausna og leggja grunn að þróun markvissrar þjálfunar. Á þessu stigi mun samstarfshópurinn framkvæma kortlagningu á stafrænum lausnum, safna saman góðum starfsvenjum víðs vegar um Evrópu og greina þjálfunarþarfir starfsfólks menningarstofnana.

mapping Image

Samanafn góðra starfsvenja

Samansafn góðra starfsvenja beinist að stafrænum úrræðum sem stuðla að þátttöku jaðarsettra hópa og bæta aðgengi að menningu. Þessi úrræði hafa verið tekin upp í söfnum, bókasöfnum, skjalasöfnum og öðrum menningarstofnunum víðs vegar um Evrópu.
Hver samstarfsaðili innan verkefnisins greinir og metur þessar starfsvenjur, með hjálp greiningarlykils, þar sem lausnum sem til boða standa er lýst, þeim auðlindum sem krafist er, sem og stofnkostnaði og hagkvæmni með tilliti til lágs kostnaðar.


Niðurhleðsa

Greiningarlykillinn og DigComp

Vinnustofurnar, þar sem þeim lausnum sem í boði eru er lýst, nauðsynlegum auðlindum, stofnkostnaði og hagkvæmni með tilliti til lágs kostnaðar, munu gegna lykilhlutverki við að greina skörð í stafrænni færni og áskoranir tengdar innleiðingu þeirra stafrænna lausna sem kortlagðar hafa verið.
Vinnustofurnar, sem eru skipulagðar af menningarstofnunum samstarfshópsins, veita menningarstarfsmönnum tækifæri til að miðla þjálfunarþörfum sínum og óskum.
Söfnun upplýsinga úr þessum verkstæðum er nýtt til að þróa DigComp-lykla, sem tengir skilgreindar þarfir þjálfunar við færniflokka og námsniðurstöður í Evrópskum viðmiðum um stafræna hæfni (European Digital Competence Framework).


Niðurhleðsa